Íþróttamiðstöðin Blönduósi

 • KOMDU Í HEIMSÓKN

  Með 360° sýndartúrnum getur þú skoðað þig um í Íþróttamiðstöðinni eins og þú sért á staðnum. Smelltu á takkan og komdu í heimsókn.

  OPNA 360° SÝNDARTÚR
 • VIÐ TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR

  Upplifðu gott andrúmsloft. Við bjóðum upp á góða aðstöðu og FRÁBÆR verð.

  OPNA VERÐSKRÁ
 • FJÖLSKYLDUVÆN SUNDLAUG

  Gestir hafa góða yfirsýn yfir sundlaugarsvæðið sem er gott þegar börn eru með í för. Tvær frábærar rennibrautir og mikið af leikföngum. Heimsókn í laugina er ávísun á góðan dag.

Nýjustu fréttir af Facebook

Gula rennibrautin er opin núna en bláa verður lokuð í dag vegna viðgerða. Varahlutur á leiðinni.

Verið velkomin 🙂
... Sjá meiraSjá minna

Rennibrautir lokaðar eins og er, bilun í dælu.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Unnið er að lagfæringum.
... Sjá meiraSjá minna

Góð aðsókn hefur verið í Sundlaugina á Blönduósi í sumar eins og síðustu sumur. Það sem af er ári hafa 17.141 sundlaugagestir heimsótt laugina. Á sama tíma í fyrra voru sundlaugagestirnir 15.180 talsins og er þetta því aukningin um 12,9% milli ára. Ef við miðum svo árið 2017 (sama tímabil) við árið í ár, þá komu 14.530 gestir í sundlaugina þá sem er 17,9 % aukning og er því stöðug aukning ár frá ári.

Frábær sundlaug og umhverfisvæn 😃
Sundlaugin er tilvalin fyrir alla og draumur fyrir barnafólk. 
Sundlaugin er 25 x 8,5 metrar að stærð, tveir heitir pottar, gufa, vaðlaug, tvö ísböð, tvær stórar rennibrautir og mikið af skemmtilegum leiktækjum og leikföngum.

Umhverfisvænar lausnir eru notaðar í sundlauginni. Klór er framleiddur á staðnum og er matarsalt eina afurðin sem þarf í framleiðsluna ásamt rafmagni og vatni. Framleitt er klórgas og það sett beint inn í sótthreinsun auk þess sem kerfið framleiðir klórvatn sem notað er til að mæta dagssveiflum í notkun. Tækið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Helstu kostir nýja kerfisins eru enginn flutningur á milli staða á hættulegum efnum, klórlykt minnkar, sviði í augum minnkar verulega, húðerting minnkar, vistvænt fyrir starfsfólk og stuðlar að umhverfisvænu umhverfi.

Góð aðsókn hefur verið í Sundlaugina á Blönduósi í sumar eins og síðustu sumur. Það sem af er ári hafa 17.141 sundlaugagestir heimsótt laugina. Á sama tíma í fyrra voru sundlaugagestirnir 15.180 talsins og er þetta því aukningin um 12,9% milli ára. Ef við miðum svo árið 2017 (sama tímabil) við árið í ár, þá komu 14.530 gestir í sundlaugina þá sem er 17,9 % aukning og er því stöðug aukning ár frá ári.

Frábær sundlaug og umhverfisvæn 😃
Sundlaugin er tilvalin fyrir alla og draumur fyrir barnafólk.
Sundlaugin er 25 x 8,5 metrar að stærð, tveir heitir pottar, gufa, vaðlaug, tvö ísböð, tvær stórar rennibrautir og mikið af skemmtilegum leiktækjum og leikföngum.

Umhverfisvænar lausnir eru notaðar í sundlauginni. Klór er framleiddur á staðnum og er matarsalt eina afurðin sem þarf í framleiðsluna ásamt rafmagni og vatni. Framleitt er klórgas og það sett beint inn í sótthreinsun auk þess sem kerfið framleiðir klórvatn sem notað er til að mæta dagssveiflum í notkun. Tækið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Helstu kostir nýja kerfisins eru enginn flutningur á milli staða á hættulegum efnum, klórlykt minnkar, sviði í augum minnkar verulega, húðerting minnkar, vistvænt fyrir starfsfólk og stuðlar að umhverfisvænu umhverfi.
... Sjá meiraSjá minna

 

Bæta við ummælum á facebook

Glæsilegt

Ég elska þessa sundlaug

Uppáhalds laugin 👌👌

Load more