Íþróttamiðstöðin Blönduósi

16th of maí 2019 10:08 AM
Vinsamlegast athugið !
Við þurfum að loka sundlauginni frá og með mánudeginum 20. maí. Opið verður í heitupottana, gufuna og rennibrautirnar.
Við erum að fara lagfæra flísar í sundlauginni og skipta um sand i hreinsibúnaði laugarinnar. Viðgerðin tekur nokkra daga.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
15th of maí 2019 01:25 PM
Við minnum á að Héraðsmót USAH í sundi verður haldið í dag, miðvikudaginn 15. maí.

Mótið hefst kl. 17, upphitun hefst kl. 16:30.

Þátttökurétt hafa félagsmenn í aðildarfélögum USAH.

Sundlaugin verður lokuð á meðan mótið stendur yfir en opið í heitupottana, gufuna og rennibrautirnar.
14th of maí 2019 02:28 PM Link
14th of maí 2019 10:45 AM Link
Kvennahlaup ÍSÍ verður á Blönduósi laugardaginn 15. júní. Hlaupið verður frá Íþróttamiðstöðinni eins og venjulega 🙂
Takið daginn frá.
Í ár stendur mikið til því 30 ár eru frá fyrsta hlaupinu. Til dæmis fá allar konur sem verða 30 ára á árinu bol að gjöf. Að venju verður glaðningur frá Sjóvá og Nivea.
Message image
14th of maí 2019 08:32 AM
Íþróttaskóli Hvatar
Íþróttaskólinn fellur niður miðvikudaginn 15. maí (starfsdagur í skólanum).
Síðasti tíminn í íþróttaskólanum er síðan fimmtudaginn 23. maí.

MBK Óli Ben og Hámundur
10th of maí 2019 08:59 PM Link
Héraðsmót í sundi 2019 þann 15. maí

Héraðsmót í sundi verður haldið miðvikudaginn 15. maí. Mótið hefst kl. 17:00 en upphitun kl. 16:30. Allir áhugasamir eru hvattir til þess að taka þátt. Þátttaka er ókeypis en skráning er skilyrði. Keppt verður í sundlauginni á Blönduósi. Tímataka verður á staðnum.

Vinsamlegast sendið inn skráningar eigi síðar en mánudaginn 6. maí. Senda má skráningar á Facebook (Sunddeild Hvatar) eða á netfangið hvotsund@hotmail.com þar sem fram kemur nafn keppanda, kennitala og greinar sem viðkomandi ætlar að keppa í.

Keppnisgreinar á mótinu eru:

Börn fædd 2011 og síðar

25m skemmtisund (frjálst sundval)

hnokkar og hnátur – fædd 2009–2010

25m bringusund – 25m skriðsund – 25mbaksund – 25m flugsund

sveinar og meyjar – fædd 2007-2008

50m bringusund – 50m skriðsund – 50m baksund – 25m flugsund – 100m fjórsund

drengir og telpur – fædd 2005-2006

50m bringusund – 50m skriðsund – 50m baksund – 25m flugsund – 100m fjórsund

piltar og stúlkur – fædd 2003-2004

100m bringusund – 100m skriðsund – 50m baksund – 50m flugsund – 100m fjórsund

karlar og konur – fædd 2002 og fyrr

100m bringusund – 100m skriðsund – 50m baksund – 50m flugsund – 100m fjórsund

Í lok móts verða veitt verðlaun fyrir þátttöku og boðið upp á pizzu.
Message image
9th of maí 2019 10:59 AM Link
Sumaropnun hefst 1. júní í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi
🌻🌞☀️
Message image
14th of maí 2018 09:40 PM Link
Opnunartími um hvítasunnuhelgina og sumaropnun nálgast.

Verið ávallt velkomin 😀
Message image
12th of maí 2018 04:53 PM Link
Héraðsmót í sundi 23. maí n.k.
Message image
8th of maí 2018 01:01 PM Link
Róbert Daníel heldur ljósmyndasýningu í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi.

Ástríðuljósmyndarinn, Róbert Daníel Jónsson opnar ljósmyndasýningu í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi fimmtudaginn 10. maí (Uppstigningardag) næstkomandi. Opið frá kl. 10 til 16. Sýndar verða myndir teknar á Blönduósi. Eitthvað af myndunum eru teknar með flygildi.

Róbert hefur búið ásamt fjölskyldu sinni á Blönduósi í að verða 13 ár og á þeim tíma hefur áhugi hans á svæðinu aukist mikið. Hann er mikill útivistarmaður og er myndavélin nánast undantekningalaust með í för í göngu-, hjóla- og veiðiferðum.

Verið velkomin 💪😀
Message image
8th of maí 2018 12:12 PM
Vinsamlegast athugið !
Opið 10. maí, uppstigningardag frá kl. 10:00 til 16:00 💪😀 🏋️‍♂️🏋️‍♀️
4th of maí 2018 08:41 AM
Vinsamlegast athugið
Opið 10. maí, uppstigningardag frá kl. 10:00 til 16:00.
3rd of maí 2018 03:14 PM Link
30th of apríl 2018 08:36 AM Link
29th of apríl 2018 04:46 PM
Lokað verður í Íþróttamiðstöðinni
á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí.
24th of apríl 2018 05:29 PM Link
Skemmtimót í sundi í dag frábær mæting
Message image
20th of apríl 2018 09:15 AM Link
Sunddeild Hvatar er með sundmót þriðjudaginn 24. apríl n.k. Hefst upphitun kl. 16:00 og mótið 16:30. Á meðan á mótinu stendur er lokað í sundlaugina en opið í heitupottana og gufuna.
Message image
20th of apríl 2018 06:37 AM Link
19th of apríl 2018 10:06 AM
Íþróttamiðstöðin á Blönduósi verður lokuð í dag fimmtudaginn 19. apríl, sumardaginn fyrsta.

Við óskum ykkur gleðilegs sumars.