Íþróttamiðstöðin Blönduósi


Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra !!

Hér er ný tafla 29.10.2020

Í ljósi staðfestra smita á Norðurlandi vestra vill aðgerðastjórn ítreka fyrri tilmæli sín til almennings um að huga vel að eigin smitvörnum og fylgja eftir þeim reglum og fyrirmælum sem sóttvarnaryfirvöld hafa gefið út.

Hversu útbreidd umrædd smit eru mun væntanlega koma í ljós á næstu dögum og mun aðgerðastjórn uppýsa eftir bestu getu um stöðuna hverju sinni á hverju svæði fyrir sig en staðfest smit í landshlutanum eru fimm, þrjú í Skagafirði og tvö í Húnaþingi vestra.

Við berum ábyrgð á eigin smitvörnum og þar vill aðgerðastjórn sérstaklega minna á handþvott, sprittun, fjöldatakmarkanir og nálgunarregluna. Í fyrirtækjum og stofnunum þar sem ekki er hægt að viðhafa nálgunarregluna skal notast við grímur.

Aðgerðastjórn vill minna á fyrri tilmæli til íbúa að halda ferðalögum á milli landshluta í lágmarki og forðast ferðalög til höfuðborgarsvæðisins sem og til annarra svæða sem talin eru útsett fyrir smitum eins og kostur er. Mælst er til að öllum ferðum sem hægt sé að fresta, sé frestað á meðan núverandi ástand varir.

Nú fer rjúpnaveiðitímabilið að hefjast og því má búast við að einhver fjöldi gesta hyggist sækja Norðurland vestra heim. Aðgerðastjórn lítur á að slíkar ferðir falli undir tilmælin hér að ofan og biðlar til rjúpnaveiðimanna um að verða við þeim.

Eina leiðin gegn veirunni er samstaða.
... Sjá meiraSjá minna

Breytingar á opnunartíma frá og með 1. nóvember n.k.  Þá lokum við á sunnudögum en annað helst óbreytt.

Breytingar á opnunartíma frá og með 1. nóvember n.k. Þá lokum við á sunnudögum en annað helst óbreytt. ... Sjá meiraSjá minna

Load more