Sundlaugin
Frábær sundlaug fyrir alla, draumur fyrir barnafólk.
Sundlaugin er 25 x 8,5 metrar að stærð, tveir heitir pottar, gufa, vaðlaug, ísbað og tvær stórar rennibrautir og mikið af skemmtilegum leiktækjum og leikföngum.
Umhverfisvænar lausnir notaðar í sundlauginni. Klór er framleiddur á staðnum og er matarsalt eina afurðin sem þarf í framleiðsluna ásamt rafmagni og vatni. Framleitt er klórgas og það sett beint inn í sótthreinsun auk þess sem kerfið framleiðir klórvatn sem notað er til að mæta dagssveiflum í notkun. Tækið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Helstu kostir nýja kerfisins eru: Enginn flutningur á milli staða á hættulegum efnum, klórlykt minnkar, sviði í augum minnkar verulega, húðerting minnkar, vistvænt fyrir starfsfólk og stuðlar að umhverfisvænu umhverfi.
Almennar umgengnisreglur laugargesta
- Börnum undir 10 ára aldri er óheimill aðgangur að sundlaug nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri. Ekki er heimilt að hafa fleiri en tvö börn yngri en 10 ára með sér í sund nema um sé að ræða foreldri eða þann sem fer með forsjá barnanna skv. lögum. Ber viðkomandi að gæta öryggis barns/barna sem hann hefur í sinni umsjá á meðan þau eru í eða við laug. Miðað er við 1. júní árið sem barn verður 10 ára.
- Börn mega fara ein í sund eftir 1. júní árið sem þau verða 10 ára.
- Þar sem hópar barna undir 10 ára aldri eru saman komnir skulu ekki fleiri en 15 börn vera í umsjá hvers leiðbeinanda, sem er ábyrgur fyrir hópnum, og gæslumanna lauga.
- Til að auðvelda kennara eða ábyrgðarmanni hópa að fylgjast með hverju barni skulu hópar barna sérstaklega auðkenndir með áberandi lit á armbandi/sundhettum.
- Fyllsta öryggis skal gætt þegar komið er með hóp af börnum og unglingum í sund. Forráðamenn hópa kynni sér reglur sund- og baðstaða og aðstoði starfsfólk við gæslu.
- 6 ára og eldri þurfa að nota baðklefa merkta viðkomandi kyni.
- Fólki undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna er ekki leyfður aðgangur að sundstaðnum.
- Öllum laugargestum er skylt að þvo sér með sápu án sundfata áður en gengið er til laugar.
- Notkun tyggigúmmís er óheimil í sundlaug.
- Öll óþarfa háreysti í búningsklefum, böðum og á laugarsvæðinu er bönnuð.
- Notkun köfunartækja s.s. öndunarpípu og köfunargrímu, sem ná yfir öndunarfæri er bönnuð, nema með sérstöku leyfi laugarvarða.
- Dýfingar af langhliðum og bakka í grynnri hluta laugarinnar eru bannaðar.
- Dýfingar í barnalaug eru stranglega bannaðar.
- Laugargestum sem hafa í frammi kaffæringar, skvettur og ólæti má vísa úr laug.
- Ekki eru leyfileg stærri flotleiktæki, í eigu sundgesta, s.s. vindsængur, uppblásnir bátar o.fl., nema með sérstöku leyfi laugarvarða.
- Sundlaugin tekur ekki ábyrgð á verðmætum s.s. skófatnaði, fatnaði í skápum, körfum, á snögum búningsherbergja eða í útiklefum, eða öðrum verðmætum sem gestir kunna að hafa með sér.
- Laugargestir skulu í öllu haga sér eftir þeim fyrirmælum sem starfsfólk laugarinnar gefur.
- Öll ljósmyndun í og við sundlaug er háð leyfi forstöðumanns Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi.
- Farsímanotkun gesta er bönnuð í klefum og á laugarsvæði
Þreksalurinn
Þreksalurinn er bjartur og glæsilegur.
Hann er búinn góðum Technogym líkamsræktartækjum. Að auki er innréttuð sérstök aðstaða fyrir lyftingamenn á svölunum í íþróttasalnum sem einnig velbúinn með boxpúða, lyftingargólfi, upphífingarstöng o.fl.
ATH: Yngri en 15 ára er ekki heimilt að vera í þreksal. Þó má 9. bekkur fara í þrek eftir að hafa fengið tilsögn hjá íþróttakennara.
Íþróttahúsið
Íþróttasalurinn er 23 x 40 metrar að stærð sem er löglegur handknattleiksvöllur, 4 blakvellir, 6 badmintonvellir, 3 körfuknattleiksvellir og 1 tennisvöllur. Einnig er mikið úrval tækja og áhalda til íþróttakennslu. Góð áhorfendastúka í salnum.
Hægt er að leigja íþróttasal til íþróttaiðkunnar eða undir margskonar viðburði.
Myndir
Starfsmenn
Nafn: | Starfsheiti: | Tölvupóstur: |
Snorri Snorrason | Starfsmaður í íþróttamiðstöð | snorri@imb.is |
Elín Rósa Bjarnadóttir | Starfsmaður í íþróttamiðstöð | |
Berglind Birta Guðmundsdóttir | Starfsmaður í íþróttamiðstöð | |
Þröstur Einarsson | Starfsmaður í íþróttamiðstöð | |
Helga María Ingimundardóttir | Starfsmaður í íþróttamiðstöð | |
Marta Karen Vilbergsdóttir | Afleysingar | |
Daníel Máni Róbertsson | Afleysingar | |
Harpa Sól Guðmundsdóttir | Afleysingar | |
Heiðbjört Arnardóttir | Afleysingar | |
Hulda Birna Vignisdóttir | Afleysingar | |
Þóra Karen Þorleifsdóttir | Sumarstarfsmaður/Afleysingar | |
Ísól Katla Róbertsdótttir | Sumarstarfsmaður/Afleysingar | |
Pálmi Ragnarsson | Sumarstarfsmaður/Afleysingar | |
Verðskrá
SUNDLAUG | |
Stakt gjald fullorðnir (18 ára og eldri) | 1.200 |
10 miða kort fullorðnir (18 ára og eldri) | 8.200 |
30 miða kort fullorðnir (18 ára og eldri) | 15.700 |
Árskort fullorðinna (18 ára og eldri) | 33.500 |
Stakt gjald börn/eldri borgarar/öryrkjar (börn 8-18 ára) | 450 |
10 miða kort börn/eldri borgarar/öryrkjar (börn 8-18 ára) | 2.800 |
30 miða kort börn/eldri borgarar/öryrkjar (börn 8-18 ára) | 6.300 |
Árskort börn/eldri borgarar/öryrkjar (börn 8-18 ára) | 17.800 |
Leiga á handklæði | 810 |
Leiga á sundfatnaði | 810 |
Sundföt og handklæði | 1.200 |
Leiga pr braut klst | 4.000 |
Leiga fyrir alla sundlaugina 1 klst | 16.200 |
ÞREK / SUND | |
Stakur tími þrek fullorðnir (18 ára og eldri). Sund innifalið. | 2.300 |
10 tíma kort fullorðnir (18 ára og eldri) - gildir í eitt ár | 11.350 |
Mánaðarkort fullorðnir (18 ára og eldri) | 13.000 |
3 mánaða kort fullorðnir (18 ára og eldri) | 20.000 |
6 mánaða kort fullorðnir (18 ára og eldri) | 28.000 |
Árskort fullorðnir (18 ára og eldri) | 52.400 |
Stakur tími skólaverð (14-18 ára )/eldri borgarar/öryrkjar | 1.100 |
10 tíma kort börn (14-18 ára )/eldri borg./öryrkjar - gildir í eitt ár | 6.700 |
Mánaðarkort börn (14-18 ára )/eldri borgarar/öryrkjar | 8.500 |
3 mánaða kort börn (14-18 ára )/eldri borgarar/öryrkjar | 20.000 |
6 mánaða kort börn (14-18 ára )/eldri borgarar/öryrkjar | 20.000 |
Árskort, börn (14-18 ára )/eldri borgarar/öryrkjar | 39.000 |
ÍÞRÓTTASALUR | |
Leiga á sal 1/1 1 klst. | 9.600 |
Leiga á sal 1/3 1 klst. | 4.750 |
Leiga á sal 2/3 1 klst. | 6.250 |
Norðursalur 1 klst. | 5.600 |
Gullkort, gildir í þrek/sund og tíma í sal á vegum ÍMB | 61.200 |
10 sk. í íþróttasal. 1 klst | 7.000 |
10 sk. í íþróttasal. 1 1/2 klst | 9.200 |
Stakir tímar í íþróttasal 1 klst | 9.720 |
Stakir tímar í íþróttasal 1 1/2 klst | 1.350 |
Afmælisveisla (2 klst) Íþróttasalur/Norðursalur | 15.000 |
Umgengnisreglur
- Útiskó skal setja í skóhillur.
- Til íþróttaiðkana er skylt að hafa þann búnað, sem kennari, þjálfari eða starfsmaður ákveður. Í sölum má ekki nota íþróttaskó, sem hætt er við að liti eða rispi gólfið.
- Háreysti, átök eða hrindingar er bannað að hafa í frammi í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi.
- Fara skal varlega með öll áhöld í íþróttasal. Í lok hvers tíma skal umsjónarmaður/leigutaki sjá um, að iðkendur gangi snyrtilega frá öllum áhöldum á sama stað og þau voru tekin.
- Engin ábyrgð er tekin á þeim verðmætum, sem ekki er komið til geymslu hjá starfsmanni.
- Öll tóbaksnotkun er bönnuð í og við Íþróttamiðstöðina.
- Notkun „harpix“ er aðeins leyfð í samráði við starfsmenn.
- Baðverðir og þjálfarar íþróttafélaganna skulu sjá um að vel sé gengið um búningsklefa og böð.
- Enginn hópur má fara inn í íþróttasal fyrr en umsjónarmaður/leigutaki er mættur í sal.
- Óheimilt er að fara með glerílát inn í búnings- og baðklefa sem og sundlaugasvæði, íþrótta- og þreksal.
- Öll notkun farsíma og myndavéla er stranglega bönnuð í bað- og búningsklefum.
- Allar myndatökur eru bannaðar í Íþróttamiðstöðinni nema með fengnu leyfi starfsmanna.
- Ekki er heimilt að taka með sér börn á æfingar í íþróttasal eða þreksal né að hafa þau ein á áhorfendasvæði.
Hver sá sem brýtur þessar reglur má búast við brottvísun. Sá sem veldur skemmdum, skal bæta þær að fullu.
Almennar umgengnisreglur laugargesta
- Börnum undir 10 ára aldri er óheimill aðgangur að sundlaug nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri. Ekki er heimilt að hafa fleiri en tvö börn yngri en 10 ára með sér í sund nema um sé að ræða foreldri eða þann sem fer með forsjá barnanna skv. lögum. Ber viðkomandi að gæta öryggis barns/barna sem hann hefur í sinni umsjá á meðan þau eru í eða við laug. Miðað er við 1. júní árið sem barn verður 10 ára.
- Börn mega fara ein í sund eftir 1. júní árið sem þau verða 10 ára.
- Þar sem hópar barna undir 10 ára aldri eru saman komnir skulu ekki fleiri en 15 börn vera í umsjá hvers leiðbeinanda, sem er ábyrgur fyrir hópnum, og gæslumanna lauga.
- Til að auðvelda kennara eða ábyrgðarmanni hópa að fylgjast með hverju barni skulu hópar barna sérstaklega auðkenndir með áberandi lit á armbandi/sundhettum.
- Fyllsta öryggis skal gætt þegar komið er með hóp af börnum og unglingum í sund. Forráðamenn hópa kynni sér reglur sund- og baðstaða og aðstoði starfsfólk við gæslu.
- 6 ára og eldri þurfa að nota baðklefa merkta viðkomandi kyni.
- Fólki undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna er ekki leyfður aðgangur að sundstaðnum.
- Öllum laugargestum er skylt að þvo sér með sápu án sundfata áður en gengið er til laugar.
- Notkun tyggigúmmís er óheimil í sundlaug.
- Öll óþarfa háreysti í búningsklefum, böðum og á laugarsvæðinu er bönnuð.
- Notkun köfunartækja s.s. öndunarpípu og köfunargrímu, sem ná yfir öndunarfæri er bönnuð, nema með sérstöku leyfi laugarvarða.
- Dýfingar af langhliðum og bakka í grynnri hluta laugarinnar eru bannaðar.
- Dýfingar í barnalaug eru stranglega bannaðar.
- Laugargestum sem hafa í frammi kaffæringar, skvettur og ólæti má vísa úr laug.
- Ekki eru leyfileg stærri flotleiktæki, í eigu sundgesta, s.s. vindsængur, uppblásnir bátar o.fl., nema með sérstöku leyfi laugarvarða.
- Sundlaugin tekur ekki ábyrgð á verðmætum s.s. skófatnaði, fatnaði í skápum, körfum, á snögum búningsherbergja eða í útiklefum, eða öðrum verðmætum sem gestir kunna að hafa með sér.
- Laugargestir skulu í öllu haga sér eftir þeim fyrirmælum sem starfsfólk laugarinnar gefur.
- Öll ljósmyndun í og við sundlaug er háð leyfi forstöðumanns Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi.
- Farsímanotkun gesta er bönnuð í klefum og á laugarsvæði